

Hvað segja skjólstæðingar mínir?
„Verulega áhugaverð og áhrifarík reynsla að sækja dáleiðslu hjá honum Agli. Var smá skeptískur í fyrstu um hvort þetta hefði einhver áhrif á mig en ákvað að láta á reyna með opnum hug eftir að hafa reynt margt annað til þess að venja mig af klámi. Eftir fyrsta tímann horfði ég ekki á klám í u.þ.b. einn og hálfan mánuð. Í dag er ég ekki alveg laus við vandan en verulega hefur dregið úr kvíða og depurð hjá mér og sömuleiðis neyslan á klámi hefur minnkað töluvert. Í dáleiðslunni náði ég að líta dýpra inn á við og öðlast betri yfirsýn á vandanum sem hefur leitt af sér þá góðu vegferð sem ég er á í dag. Að ræða við Egil um klámvandan var þægilegt og fannst mér geta opnað mig og spurt hann um margt.“

„Ég leitaði til Egils útaf klámvandamáli.Ég er nýr í dáleiðslu en var búinn að heyra góða hluti um þetta.
Egill var mjög fagmannlegur í öllu sem sneri að samskiptum og undirbúning fyrir fyrsta dáleiðslutímann. Það er mjög þægilegt að tala við hann og fá ráðleggingar hjá honum. Mæli eindregið með dáleiðslu hjá honum.“
„Eftir dáleiðsluna hefur gengið heilt yfir mjög vel hjá mér. Ég ætla ekki að segja þetta hafi verið 100% hjá mér. Hef alveg horft á klám svona 3 sinnum síðan ég kom til þín fyrst.
Samt sem áður hef ég ekki fundið fyrir þessari skömm og það sem mér finnst helsti árangurinn í þessu er að mér finnst ég hafa fulla stjórn a þessu þrátt fyrir að eg hafi alveg kíkt aðeins á klám. Að hafa stjórn á þessu er það sem ég er svo sáttur með. Meina síðustu 6 vikur hef ég varla horft á klám, það hefur ekki gerst í mörg ár.
Dáleiðslan og að hitta þig skilaði klárlega árangri. Takk fyrir :)“
„Í dag er èg miklu afslappaðri en èg hef verið í margar vikur á undan, allavega fæ èg ekki þessa hræðilegu hræðslu tilfinningu þegar nafn eða minning um fyrrverandi poppar upp. En þegar það hefur gerst reyni èg að spila „myndbandið“ af henni sem èg dró upp í huga mèr í tímanum hjá þèr... svo eins og èg var viss um, þá er èg klár á því að val mitt var rètt að leita til þín. Takk fyrir“

Hvað getur þú fengið út úr dáleiðslumeðferð?
Með dáleiðslumeðferð er hægt að gera breytingar á líðan, frammistöðu, losna við ávana og margt fleira. Einnig getur þú öðlast meira sjálfstraust, dregið úr og jafnvel losnað við kvíða!
En hvað er dáleiðsla?
Dáleiðsla er mögnuð upplifun! Hún felur líka í sér mjög notalega slakandi stund og endurnæringu hugans.
Dáleiðsla kemur þér í annað vitundarástand þar sem þú upplifir mikla slökun, hnitmiðaða athygli og einbeitingu en um leið takmarkaða athygli á utanaðkomandi áreiti.
Kannast þú við að fá frábæra hugmynd þegar þú ert alveg að sofna? Það er sama vitundarástand og í dáleiðslu. Hvað með þegar þú ert að keyra og ert allt í einu á endastað en tókst varla eftir ökuferðinni? Þá var undirvitundin við stjórnvölin og meðvitundin fékk að slaka lítillega á. Þetta á líka við þegar við horfum á bíómynd og sökkvum djúpt í atburðarásina og tökum eftir litlu í kringum okkur.
Við höfum öll upplifað dáleiðslu. Dáleiðari getur hins vegar hjálpað þér að notfæra þér dáleiðsluna og hjálpað þér að gera breytingar á hegðunarmynstrum og hugsanaferlum.

Í dáleiðslu fáum við aðgang að undirvitundinni til þess að gera breytingar á því sem að baki býr.
Þegar þú lest þennan texta ertu í meðvitundinni, þú skilur það sem þú lest, þú sérð textann og þú greinir liti, hljóð í umhverfinu og jafnvel áreiti. Rökhugsun á sér einnig stað í meðvitund. Meðvitundin okkar skipar aðeins lítinn hluta af huganum eða um 10-12%. Undirvitundin á afganginn eða 88-90%. Þetta má hugsa eins og ísjaka í vatni þar sem við sjáum aðeins lítinn hluta hans fyrir ofan yfirborðið.
Í undirvitundinn eru allar sjálfvirkar aðgerðir líkamans, tilfinningar, gildi, venjur, innsæi, verndandi hegðun eins og flóttaviðbragðið og langtímaminningar. Allt þetta hvílir í undirvitundinni og við höfum ekki aðgang að því. Með dáleiðslu er hægt að nálgast undirvitundina og hafa jákvæð áhrif.
Í undirvitundinni eru jafnframt geymd forritin okkar sem urðu til í æsku og síðar. Það getur falið í sér að vera forrituð til að bregðast við ákveðnum aðstæðum eða persónum með tilteknum hætti.
Margir uppplifa ótta við dáleiðslu og telja hana jafnvel hættulega. Fátt gæti verið ósannara og í raun er hið andstæða satt. Í dáleiðslu munt þú aldrei gera neitt sem fer gegn sannfæringu þinni eða gildum. Þú ert ávallt við stjórn. Þar að auki eru dáleiðarar bundnir siðareglum þar sem þeim er bannað að gera nokkuð sem teljast gæti ámælisvert eða ósiðlegt. Því er ekkert að óttast heldur er mjög margt til að hlakka til!
Smelltu hér til að hafa samband ef þú vilt vita meira.
Hvað get ég gert fyrir þig?
Hér eru aðeins dæmi um hvað hægt er að vinna með - hafðu endilega samband ef þú vilt vinna með eitthvað sem ekki kemur fram hér

-Hugræn endurforritun -
Mitt helsta meðferðarform er Hugræn endurforritun. Höfundur hennar er Ingibergur Þorkelsson.
Í stórum dráttum byggir Hugræn endurforritun á öðrum meðferðum, rannsóknum í taugafræði og heildrænni samþættingu.
Um er að ræða meðferðirnar Ego State Therapy, Subliminal Therapy og Trauma Therapy. Besta leiðin til þess að fá innsýn inn í Hugræna endurforritun er að lesa bókina en eintak af henni fylgir hverri meðferð.
Dáleiðsluinnleiðing veitir aðgang að undirvitundinni þar sem við geymum allar minningar. Þar eru líka afrit (introject) af öðru fólki og persónuþættirnir sem skiptast á um að vera við. Í undirvitundinni eru líka föstu tilfinningarnar sem eru afleiðingar áfalla og sem valda kvíða og þunglyndi.
Eitt það merkilegasta í undirvitundinni er Innri Styrkur sem getur bætt flest það sem að er í huganum og marga líkamlega kvilla. Þetta er hinn helmingurinn af okkur ef svo má segja og í dáleiðsluástandi er hægt að ræða við Innri Styrk. Við köllum hann líka Kjarna.
Þetta hljómar undarlega en fólk sem fer í þessa meðferð segir að upplifunin sé alveg eðlileg þótt hún sé framandi í upphafi.
Alltaf sama grunnmeðferðin
Í upphafi ræða dáleiðandinn og meðferðarþeginn saman og ákveða hvernig skuli unnið úr vandanum. Oftast er síðan byrjað að vinna eftir kerfi sem unnið er í ákveðinni röð. Þegar þeirri vinnu er lokið eru fleiri atriði skoðuð eftir þörfum. Hefðbundin röð vinnslunnar er þessi:
Byrjað er á að fá Innri Styrk til að vinna með meðferðarþeganum og dáleiðandanum (önnur nöfn fyrir þessa vitund eru m.a. Centrum, Kjarninn,
Æðri máttur, sálin ofl, eftir því hver á í hlut). Þegar samband við Innri styrk er komið á hefst meðferðin.
1. Fyrst er eytt neikvæðum afritum af öðru fólki
Við erum þannig gerð að við búum ómeðvitað til afrit (introject) af öðru fólki, aðallega okkar nánustu en einnig af öðrum sem hafa haft á okkur áhrif.
Þessi afrit starfa síðan í huganum líkt og persónuþættirnir (sbr. lið 5) og haga
sér eins og fólkið sem þau eru afrit af.
Við upplifum þá óvelkomnar hugsanir, raddir eða áhrif í huganum, sum jákvæð
en önnur neikvæð sem stafa frá þessum afritum.
Ef viðkomandi var jákvæður gagnvart þér, sagði þér að þér muni alltaf ganga vel, þú værir frábær og hæfileikarík, heldur afrit þessarar persónu áfram að segja þér þetta sama í huganum þínum.
Ef þessi persóna var neikvæð, sagði þér að þér myndi aldrei takast neitt, hefðir enga hæfileika og svo framvegis, heldur afrit hennar áfram að færa þér þessi skilaboð í huganum þínum.
T.d. getur kona sem hefur loks losnað úr ofbeldissambandi þurft að búa áfram við ofbeldið í eigin huga, frá afriti ofbeldismannsins. Fólk sem var sagt í uppeldinu að það væri einskis virði hefur það enn á tilfinningunni áratugum seinna, enda eru afrit uppalendanna enn að.
Innri Styrkur / Centrum getur auðveldlega fundið öll afrit af öðru fólki í huganum, flokkað þau í jákvæð og neikvæð og eytt þeim neikvæðu í samráði við þig.
Fyrir þá sem hafa búið við stöðugt áreiti í eigin huga í langan tíma verður eins og að allt í einu verði þögn. Friður.
2. Næst er eytt tilfinningum sem valda kvíða, þunglyndi og vefjagigt
Ef við verðum æst eða reið hverfur sú tilfinning á einum eða tveim dögum og heilinn notar sérstakt kerfi til að eyða þessum tilfinningum á meðan við sofum.
Öðru máli gegnir um tilfinningar sem verða til við áföll. Mandlan (amygdala) sér til þess að slíkar minningar og tilfinningar sem þeim fylgja séu geymdar til eilífðar nóns, líklega til þess að við getum varast líkar kringumstæður í framtíðinni.
Þessar föstu tilfinningar senda svo sífellt upplýsingar um að eitthvað ami að og
ef áföllin eru mörg verður kvíðinn svo mikill að úr verður áfallastreita. Þunglyndi verður til á sama hátt og orsakir vefjagigtar eru nær alltaf afleiðingar áfalla.
Meðferðin er sú að Innri Styrkur / Centrum er beðinn að eyða þessum tilfinningum. Það tekur venjulega aðeins 15-60 mínútur að eyða stórum hluta fastra tilfinninga.
Meðferðarþeginn fær upplýsingar um áföllin, sem flest voru gleymd,
en þarf ekki að upplifa þau.
3. Síðan er unnið með þau vandamál sem meðferðarþeginn óskaði
eftir aðstoð við að leysa
Þegar neikvæðum afritum hefur verið eytt og fastar tilfinningar leystar upp er líklegt að stór hluti vandans hafi verið leystur, hver sem hann var.
Nú hefst meðferð með áherslu á þau vandamál sem meðferðarþeginn óskaði eftir aðstoð við að leysa.
Í upphafi tímans hefur dáleiðandinn spurt um líf meðferðarþegans allt frá fæðingu og fengið svör til að átta sig á líklegum orsökum vandans.
Neðar á síðunni er listi yfir vandamál sem hafa verið leyst með Hugrænni endurforritun og meðferðardáleiðslu ásamt stuttri lýsingu á aðferðinni
4. Regluverkið
Sem börn erum við fljót að læra reglur fjölskyldunnar og síðar samfélagsins. Talið er að á fyrstu 6 árum lífsins gleypum við í okkur þúsundir af reglum og öðrum upplýsingum og verðum smátt og smátt fær um að eiga öll samskipti eins og þau sem við lærum af. Við fáum líka upplýsingar um okkur sjálf og allt þetta meðtökum við gagnrýnislaust og samþykkjum hver við séum.
Þetta regluverk er geymt í undirvitundinni og við stjórnumst af því án þess að taka eftir því. Það má því segja að við séum á sjálfstýringu í gegnum lífið.
Sumar af þessum reglum þjóna okkur illa. T.d. gæti uppalandi hafa sagt okkur að ríkt fólk væri vont fólk og að peningar væru af hinu illa. Fjárhagur okkar í lífinu tekur þá mið af þessari stýringu.
Ef okkur var sagt í uppeldinu að við værum illa gefin, myndum ekki koma neinu í verk og svo framvegis er næsta víst að lífið muni ekki leika við okkur.
Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að skoða regluverkið, breyta reglum eða
fella þær í burtu.
5. Meðferðinni lýkur oftast með persónuþáttagreiningu
Við sköpum ómeðvitað þætti sem bætast við sjálfið, mest þegar við erum ung en einnig eftir þörfum allt lífið. Þótt við upplifum að við séum sífellt sama persónan höfum við engu að síður sérhæfða persónuþætti sem taka við stjórninni eftir þörfum.
Þar sem þættirnir urðu til á ýmsum tímum þekkjast þeir fæstir innbyrðis. Þeir eru allir að vinna að verkefnum eða leysa vanda sem þeim var falið að gera þegar þeir urðu til.
Með persónuþáttagreiningu eru þættirnir kynntir hver fyrir öðrum og þeim gert ljóst að þeir eru allir hluti af sömu persónu og þurfi að vinna saman. nnið er með þeim þáttum sem líður illa og þeim hjálpað.
Smelltu hér til að fræðast enn frekar um Hugræna endurforritun og hér til að sjá hvaða árangur hefur náðst með meðferðinni.
Meðferðin býður upp á lausn frá fjölbreyttum vandamálum og getur fært þér áður óþekkt frelsi hugans.
Hafðu endilega samband til að fá frekari upplýsingar um meðferðina.
Einnig býð ég upp á dáleiðslumeðferð sem fer fram á styttri tíma og beinist hnitmiðað að ákveðnum atriðum.
Þetta á sérstaklega vel við fyrir íþróttafólk!
Átt þú við klámvanda að stríða eða einhver nákominn þér? Ef svo er þá vil ég heyra frá þér
Hjá Innri styrk er að finna sérþekkingu á klámvanda. Flestir þekkja vandann sem klámfíkn en leitast er við að aðstoða einstaklinga við að ná tökum á hegðun sinni sem getur tekið fjölbreytta birtingarmynd.
Dáleiðslumeðferð er kraftmikil leið til að aðstoða við að draga úr eða hætta notkun kláms. Smelltu á myndina ef þú vilt lesa BS ritgerð mína um Klámvanda meðal íslenskra háskólanema.
Smelltu hér til að lesa.
Klámvandi í fjölmiðlum


Sérðu ekki það sem þig vantar aðstoð með? Hafðu þá samband og við ræðum málið.
Frammistaða
íþróttum
Ertu íþróttamaður og vilt auka árangur? Dáleiðsla er frábær leið til að fá undirvitundina með í lið.
Sjálfsuppbygging
Með dáleiðslu getur þú leyst úr læðingi innri styrk sem veitir þér aðgang að allri þeirri færni sem þú geymir í þér til að ná markmiðum þínum.
Þetta geta verið efasemdir um eigin getu, neikvætt og hamlandi hugarfar
Svefnvandi
Með dáleiðslu getur þú yfirstigið svefntruflanir en fátt er jafn mikilvægt og fullnægjandi svefn.
Þyngdarstjórnun
Með dáleiðslu er hægt að ná miklum árangri í þyngdarstjórnun og öðru sem snýr að því að lifa heilbrigðari lífstíl.
Hvort sem það snýst um að hafa áhrif á hugarfar í hreyfingu eða mataræði getur dáleiðslan haft mikil áhrif á framtíðina.
Hver er Egill?
Ég er einstaklingur sem komst seint að því hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór.
Það kom sjálfum mér líklega meira á óvart en öðrum að dáleiðsla myndi heilla mig algjörlega, sérstaklega eftir umfangsmikið háskólanám, fjölbreytta starfsreynslu og hugmyndir um stefnu í aðrar áttir.
Fyrir utan að vera dáleiðari er ég lögfræðingur, MBA og með BS í sálfræði.
Ég er jafnframt eiginmaður og faðir þriggja drengja sem hafa mótað líf mitt og hugmyndafræði á marga vegu. Ég er íþróttamaður og hef stundað þríþraut um árabil ásamt því að eiga að baki keppnisferil í golfi og þóttist kunna körfubolta á yngri árum.
Innri styrkur varð til á minni eigin vegferð undanfarinna ára en markmiðið er að aðstoða við að draga fram innri styrk karlmanna sem þeir kunna að hafa týnt. Tilgangurinn með því að draga hann fram getur verið breytilegur en með dáleiðslu getum við nálgast hann á skilvirkan og fljótlegan hátt.Hér að ofan er að finna umfjöllun um rannsókn mína og ritgerð um klámvanda. Ef þú átt við slíkan vanda að stríða eða einhver nákominn þér þá vil ég heyra frá þér!

Hvað er í boði?
Hugræn endurforritun
Tímalengd er 120-180 mínútur.
Verð: 39.900 kr.
Dáleiðslumeðferð
Dáleiðslumeðferð til að takast á við afmörkuð atriði. Til dæmis til að bæta frammistöðu á tilteknum sviðum eins og íþróttum.
Tímalengd er 60-90 mínútur.
Verð: 21.900 kr.
Fjarmeðferð
Hugræn endurforritun og dáleiðslumeðferð í gegnum fjarbúnað.
Skilyrði:
Dáleiðsluþegi þarf að vera með góða vefmyndavél og góð heyrnartól með hljóðnema á meðan meðferð stendur. Eins er nauðsynlegt að geta tryggt frið á meðan meðferð stendur.
Hugræn endurforritun: 32.900 kr.
Önnur dáleiðslumeðferð: 17.900 kr.